Útgáfuár
2004
ISBN númer
997981988x
Þetta er ensk þýðing á bókinni „Handritin. Ritgerðir um íslensk miðaldahandrit, sögu þeirra og áhrif“ sem út kom árið 2002. Í bókinni eru ritgerðir eftir 15 höfunda um hlutverk íslenskra fornsagna og kvæða allt frá lifandi flutningi í munnlegu samfélagi til þess að íslensk fornrit voru notuð við mótun þjóðerniskenndar. Sérstaklega er fjallað um trúarlegt og pólitískt hlutverk ritmenningar, greint frá þróun skriftar og lýst tækni við bókagerð á miðöldum. Bókin er ætluð öllu erlendu áhugafólki um Ísland og íslenska menningu og er ríkulega myndskreytt.