Hinn spennandi heimur Íslenzkra fornrita. Spjall um nýja útgáfu á Morkinskinnu
Fimmtudaginn 27. nóvember verður þriðja málstofa vetrarins á vegum miðaldastofu. Ármann Jakobsson ræðir um Morkinskinnu.
NánarFimmtudaginn 27. nóvember verður þriðja málstofa vetrarins á vegum miðaldastofu. Ármann Jakobsson ræðir um Morkinskinnu.
NánarÍslensk málnefnd kynnti tillögur að íslenskri málstefnu á málræktarþingi á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Tillögurnar eru settar fram í ellefu köflum og snerta mikilvægustu svið þjóðlífsins að mati nefndarinnar.
NánarVefsíðan www.ordanet.is hefur nú verið endurnýjuð með stórauknu og fjölbreyttara efni til kynningar á verkefninu Íslenskt orðanet sem Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir vinna að ásamt aðstoðarmönnum.
NánarÍ tilefni af 20 ára afmæli Tæknigarðs og afhendingu Hvatningarverðlauna Háskóla Íslands: Uppúr skúffunum var tekið útvarpsviðtal við verðlaunahafa. Þar á meðal var rætt við Birnu Arnbjörnsdóttur um verkefnið Icelandic Online sem vann til hvatningarverðlauna um árið.
NánarHelstu upplýsingar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) hafa nú verið þýddar á dönsku og eru birtar á síðunni:
NánarHáskólinn í Bergen hefur auglýst styrki til doktorsnáms og rannsókna í miðaldafræðum við ,,Centre for Medieval Studies in Bergen" lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 25. janúar 2009. Lesa má um styrkina til doktorsnáms á heimasíðunni:
NánarTillögur ríkisstjórnarinnar að sparnaði á árinu 2009 voru kynntar í morgun. Þar er lagt til að húsbyggingu sem á að hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands verði slegið á frest.
NánarBeijing Foreign Studies University (BFSU – Beijing waiguoyu daxue) bauð í fyrsta sinn í haust upp á fjögurra ára nám í íslensku, og eru 16 nemendur skráðir í námið. Gísli Hvanndal er íslenskukennari við BFSU. Menntamálaráðuneyti styrkir kennsluna í gegnum Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarMenntamálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi tillögur að íslenskri málstefnu. Fyrri umræðu er lokið en tillagan hefur gengið til síðari umræðu og menntamálanefndar eins og segir á vef Alþingis.
Nánar