Styrkir Snorra Sturlusonar veittir í sautjánda sinn
Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans.
NánarÍ tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans.
NánarÁrið 2006 héldu Oddafélagið, Árnastofnun og Heimspekistofnun ráðstefnu um Sæmund fróða í tilefni af því að liðin voru 950 ár frá fæðingu Sæmundar (1056–1133). Í fyrri hluta bókarinnar eru prentuð erindi frá ráðstefnunni, en í seinni hlutanum er birt Ævi Sæmundar fróða eftir Árna Magnússon sem hefur ekki áður komið út á íslensku.
NánarMenntamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til íslenskunáms við Háskóla Íslands lausa til umsóknar. Stúdentar sem vilja sækja um þessa styrki þurfa að senda umsókn til viðeigandi stjórnvalds í heimalöndum sínum. Nánari upplýsingar á ensku í skjali frá menntamálaráðuneyti (pdf, 128 k)
NánarÚrslit hafa nú ráðist í Nýyrðakeppni í 5.–7. bekk grunnskóla sem hleypt var af stokkunum á degi íslenskar tungu 16. nóvember sl. Íslensk málnefnd hafði frumkvæði að keppninni en ásamt málnefndinni stóðu Námsgagnastofnun, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Skýrslutæknifélag Íslands að keppninni.
NánarMálþingið „Íslenskt mál og íslensk málstefna“ fer fram þriðjudaginn 20. janúar kl. 15-16:30 í Skriðu í Stakkahlíð, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Málþingið er á vegum Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
NánarHönnun er hafin við hús yfir stofnunina og íslenskuskor Háskóla Íslands. Grundvöllur hönnunarinnar er tillaga Hornsteina arkitekta ehf., vinningstillaga í samkeppni sem haldin var árið 2008, með sérstæðri sporöskjulaga grunnmynd og útveggjum skreyttum handritatextum. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.
NánarÚthlutað hefur verið úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Að þessu sinni voru veittar 12 viðurkenningar. Tveir fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum voru þeirra á meðal:
NánarLaugardaginn 24. janúar nk., kl. 13.15, verður haldinn opinn fræðslufundur í Nafnfræðifélaginu í Öskju, húsi Háskóla Íslands, stofu N 130. (Ath. nýjan stað!) Jörundur Svavarsson prófessor flytur fyrirlestur sem hann nefnir
Nánar