Útgáfuár
2004
ISBN númer
9979-842-49-0
Ari Páll Kristinsson tók saman.
Smárit Íslenskrar málnefndar 3.
Reykjavík: Íslensk málnefnd.
Formálsorð:
Árið 1991 gaf Íslensk málstöð út Leiðbeiningar fyrir orðanefndir, höf. Ari Páll Kristinsson, Sigrún Helgadóttir og Sigurður Jónsson, fjölr. sem handrit. Í 3. kafla ritsins, sem Ari Páll Kristinsson samdi, bls. 45-60, var fjallað um íslenska orðmyndun, farið yfir leiðir til að auka íslenska orðaforðann og sýnd dæmi.
Hér hefur sá kafli verið tekinn til rækilegrar endurskoðunar og birtist nú sem sjálfstætt rit enda er umfjöllunin hér mun ýtarlegri en í útgáfunni 1991.
Hafa skal í huga að það sem hér fer á eftir er ágripskennt yfirlit. Fjöldi erfiðra úrlausnarefna er í málinu og kemur til kasta orðasmiða að grafast fyrir um það í hverju tilviki hvaða orðmyndunaraðferð samræmist best sögu málsins og eiginleikum þess.
Enn fremur eru lesendur beðnir að athuga þá staðreynd að í eftirfarandi leiðbeiningarefni er leitast við að hagnýta málvísindi í þágu meðvitaðra orðmyndunarferla. Efninu er ekki ætlað að jafngilda vísindalegri grein um sjálfvirka orðmyndun, hugræna eiginleika hennar og annað slíkt.
Íslensk málstöð nýtur stuðnings úr tungutæknisjóði menntamálaráðuneytis til að gefa út þessar orðmyndunarleiðbeiningar. Jafnframt styrkti sjóðurinn útgáfu sérstakra leiðbeininga um íðorðastarf sem eru íslensk þýðing á ritinu Guide to terminology eftir Heidi Suonuuti, Nordterm 8, 1997, en Íslensk málnefnd á íslenskan útgáfurétt að því riti sem aðili að norrænu íðorðasamtökunum Nordterm. Þær leiðbeiningar koma út sem Smárit Íslenskrar málnefndar 4 samhliða þessu riti um orðmyndun sem er hið þriðja í smáritaröðinni.
Bestu þakkir færi ég þeim sem hafa verið svo vinsamlegir að koma til mín athugasemdum við orðmyndunarkaflann í ritinu frá 1991 og eins þeim sem lásu yfir handritið að þessari útgáfu og gerðu gagnlegar athugasemdir. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega þau Ágústu Þorbergsdóttur, Guðrúnu Kvaran, Kára Kaaber og Kristin Kristmundsson.
Ari Páll Kristinsson Íslenskri málstöð
Sækja sem PDF skrá
Smárit Íslenskrar málnefndar 3.
Reykjavík: Íslensk málnefnd.
Formálsorð:
Árið 1991 gaf Íslensk málstöð út Leiðbeiningar fyrir orðanefndir, höf. Ari Páll Kristinsson, Sigrún Helgadóttir og Sigurður Jónsson, fjölr. sem handrit. Í 3. kafla ritsins, sem Ari Páll Kristinsson samdi, bls. 45-60, var fjallað um íslenska orðmyndun, farið yfir leiðir til að auka íslenska orðaforðann og sýnd dæmi.
Hér hefur sá kafli verið tekinn til rækilegrar endurskoðunar og birtist nú sem sjálfstætt rit enda er umfjöllunin hér mun ýtarlegri en í útgáfunni 1991.
Hafa skal í huga að það sem hér fer á eftir er ágripskennt yfirlit. Fjöldi erfiðra úrlausnarefna er í málinu og kemur til kasta orðasmiða að grafast fyrir um það í hverju tilviki hvaða orðmyndunaraðferð samræmist best sögu málsins og eiginleikum þess.
Enn fremur eru lesendur beðnir að athuga þá staðreynd að í eftirfarandi leiðbeiningarefni er leitast við að hagnýta málvísindi í þágu meðvitaðra orðmyndunarferla. Efninu er ekki ætlað að jafngilda vísindalegri grein um sjálfvirka orðmyndun, hugræna eiginleika hennar og annað slíkt.
Íslensk málstöð nýtur stuðnings úr tungutæknisjóði menntamálaráðuneytis til að gefa út þessar orðmyndunarleiðbeiningar. Jafnframt styrkti sjóðurinn útgáfu sérstakra leiðbeininga um íðorðastarf sem eru íslensk þýðing á ritinu Guide to terminology eftir Heidi Suonuuti, Nordterm 8, 1997, en Íslensk málnefnd á íslenskan útgáfurétt að því riti sem aðili að norrænu íðorðasamtökunum Nordterm. Þær leiðbeiningar koma út sem Smárit Íslenskrar málnefndar 4 samhliða þessu riti um orðmyndun sem er hið þriðja í smáritaröðinni.
Bestu þakkir færi ég þeim sem hafa verið svo vinsamlegir að koma til mín athugasemdum við orðmyndunarkaflann í ritinu frá 1991 og eins þeim sem lásu yfir handritið að þessari útgáfu og gerðu gagnlegar athugasemdir. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega þau Ágústu Þorbergsdóttur, Guðrúnu Kvaran, Kára Kaaber og Kristin Kristmundsson.
Ari Páll Kristinsson Íslenskri málstöð
Sækja sem PDF skrá