Skip to main content

Orðasafn í líffærafræði IV. Taugakerfið, enska – íslenska – latína

Útgáfuár
2019
ISBN númer
978-9979-654-53-7
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Orðanefnd Læknafélags Íslands gefa út fjórða heftið í ritröðinni: „Orðasafn í líffærafræði“. Heftið inniheldur ensk, íslensk og latnesk heiti um taugakerfi mannsins með skilgreiningu á hverju hugtaki.

Heftið skiptist í almenn heiti, kerfisraðaðan hluta með færslum sem innihalda sértæk ensk, íslensk og latnesk heiti í taugakerfinu og stafrófsraðaðan hluta með ensk-íslenskum og íslensk-enskum orðalistum. Þessari uppröðun er ætlað að uppfylla mismunandi þarfir sem flestra þeirra sem sérstakan áhuga hafa á taugakerfi mannsins, s.s. nemenda, kennara og starfsmanna í heilbrigðisþjónustu.

Ritið er 62 bls.

Ritstjórn: Jóhann Heiðar Jóhannsson, Hannes Petersen og Ágústa Þorbergsdóttir.
Kaupa bókina