Skip to main content

Fréttir

Tilkynning frá Málnefnd um íslenskt táknmál

Ráðherraráð spænsku ríkisstjórnarinnar lýsti því yfir á dögunum að 14. júní yrði framvegis dagur spænska og katalónska táknmálsins. 14. júní varð fyrir valinu því þennan dag árið 1936 var Félag heyrnarlausra á Spáni stofnað (Confederación Estatal de Personas Sordas, CNSE).

Fréttabréf 6/2014

Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, rannsóknarverkefni, viðburði og fleira. Sjötta tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. Aðrir geta lesið fréttabréfið á vef stofnunarinnar eða gerst áskrifendur og fengið fréttabréfið sent mánaðarlega í tölvupósti.

Orð og tunga 16

Út er komið 16. hefti tímaritsins Orð og tunga.

Í heftinu birtast greinar um mál og málfræði auk ritfregna og frétta af ráðstefnum innan lands og utan.

Góðir gestir

Steina Vasulka vídeólistamaður og maður hennar Woody dvelja nú í fræðimannsíbúð Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Steina er komin til Íslands að kynna sér handritin í safni Árnastofnunar og myndefni þeirra til að fá innblástur í list sína.

Birna Lárusdóttir: Grafið í örnefni

Fréttatilkynning frá Nafnfræðifélaginu

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins verður haldinn laugardaginn 26. apríl 2014 í stofu 106 í Odda og hefst kl. 13.15.

Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur heldur fyrirlestur sem hún nefnir:

Grafið í örnefni