Skip to main content

Fréttir

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ

Menntavísindasvið HÍ í Stakkahlíð.

 

Árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika, rannsóknir, nýbreytni og þróun, verður haldin í Stakkahlíð föstudaginn 3. október í átjánda sinn. Ráðstefnan stendur yfir frá kl. 8.30–17. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, opnar aðgang að orðasafni á sviði menntunarfræða í Íðorðabanka Árnastofnunar (Orðabanka Íslenskrar málstöðvar) klukkan 11.15. Fjölmörg sérfræðiorðasöfn eru í orðabankanum sem starfræktur er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Á ráðstefnunni koma fram fræðimenn og sérfræðingar á sviði menntavísinda og öðrum fræðasviðum sem hafa tengingu við sviðið og er fjölbreytt efni í boði. Íslenska sem námsgrein og kennslutunga er viðfangsefni málstofu sem hefst kl. 13.45:

  • Rannsóknarverkefnið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga
    Kristján Jóhann Jónsson, dósent Mvs. HÍ
  • Eitt er námsefni, annað kennsla
    Sigurður Konráðsson, prófessor Mvs. HÍ
  • „Málfræðin er svona kassalöguðust“: Grunnskólamálfræði frá sjónarhóli kennara
    Finnur Friðriksson, dósent HA
  • „Ég skil ekki alveg af hverju við þurfum endilega að vita alla orðflokka“: Grunnskólamálfræði frá sjónarhóli nemenda
    Ásgrímur Angantýsson, lektor Mvs. HÍ

Dagskrá á Menntakviku