Skip to main content

Fréttir

Hver var Hallgrímur? Málþing í Hallgrímskirkju

Málþingið er hluti af Hallgrímshátíð sem haldin er í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar.

Dagskrá málþingsins hefst kl. 14 og er eftirfarandi:

[Mynd 1]Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor:
Hallgrímur og alþýðan. Rímur til skemmtunar og kvæði ætluð ungum og ófróðum.

Þórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur:
Hallgrímur og elítan. Hvað geta kvæði Hallgríms sagt okkur um félagslegt tengslanet hans?

Sveinn Yngvi Egilsson prófessor:
„Að þínum krossi, Kriste kær, kem ég sem einn framandi“. Líkamsmyndir Passíusálma í augum nútímalesanda.

Fyrirspurnir og umræður, Ingibjörg Eyþórsdóttir íslenskufræðingur kynnir og stýrir umræðum.

15.15 Kaffiveitingar í suðursal Hallgrímskirkju


Sjá dagskrá afmælishátíðarinnar(pdf) sem haldin verður vikuna 24. til 31. október.