Skip to main content

Fréttir

Viðgerð Flateyjarbókar hefst á ný

Eitt af mikilvægustu verkefnum nýs forvarðar stofnunarinnar, Vasarė Rastonis, snýr að viðgerð Flateyjarbókar en grunnur að því verki var lagður fyrir um tuttugu árum

Fræðimenn styrktir af Rannís

Tveir fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu samtals ríflega 35 milljónir króna í rannsóknarstyrki til þriggja ára.

Nýr starfsmaður

Aðalsteinn Hákonarson hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri á nafnfræðisviði stofnunarinnar. Hann er með MA-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að hljóðkerfi íslensku, bæði frá sögulegu og samtímalegu sjónarhorni.

Íslensk handritaskrifarastofa í Óðinsvéum

Þegar vetrarfrí eru í skólum þá gefst tækifæri til að kynna ýmsa menningarkima fyrir börnum og fjölskyldum þeirra.

Í Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum var sett upp skrifarastofa í stíl við starfsstöðvar miðaldaskrifara í tengslum við sýninguna á Íslensku teiknibókinni sem stendur til 5. mars. 

Tímaritið Orð og tunga komið út

20. hefti tímaritsins Orð og tunga (2018), 20. hefti, í ritstjórn Ara Páls Kristinssonar er komið út og það bæði á prenti og í rafrænni útgáfu á vefnum Tímarit.is. 

Orð ársins 2017 er...

Fimmtudaginn 4. janúar var kunngert, við hátíðlega athöfn í húsakynnum Ríkisútvarpsins, hvert væri orð ársins 2017. Þetta er í þriðja sinn sem orð ársins er valið af almenningi en að kjörinu standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, nemendafélagið Mímir auk RÚV.