Skip to main content

Fréttir

Ráðstefna um annarsmálsfræði

Ráðstefnuboð

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Rannsóknarstofa í máltileinkun (RÍM) gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviðum annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar, menningarmiðlunar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli í Norræna húsinu 25. maí 2018. Ráðstefnan er haldin í tengslum við ársfund íslenskukennara við erlenda háskóla dagana 25.–26. maí.

Sýningarstjóri fullveldissýningar ráðinn

Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri fullveldissýningarinnar sem opnuð verður í Listasafni Íslands um miðjan júlí 2018.

Sigrún var ein 19 umsækjenda um tímabundið starf í fjóra mánuði. Verkefnisstjórn um sýninguna (skipuð forstöðumönnum Árnastofnunar, Þjóðskjalasafns og Listasafns Íslands) fór yfir umsóknirnar. 

Orð ársins valið í þriðja sinn
Um þessar mundir er verið að kjósa orð ársins 2017. Það eru RÚV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, sem gangast fyrir kosningunni. Mögulegt er að fletta upp öllum tilnefndum orðum á vefgáttinni málið.is. Tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar um orð ársins á þrettándanum 2018.
Styrkir Snorra Sturlusonar 2018

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.