Laugardaginn 22. febrúar, kl. 13.15 flytur Guðjón Ragnar Jónasson menntaskólakennari fyrirlestur á vegum Nafnfræðifélagsins sem hann nefnir Um sunnlenskar hjáleigur.
Í Rangárþingi eru mörg bæjarnöfn sem hafa orðið hjáleiga sem seinni lið. Nafnliðurinn þekkist vart norðan heiða en sunnanlands er hann algengastur í Rangárvallarsýslu. Um miðbik síðustu aldar fengu margar hjáleigurnar nýtt nafn með rómantískum skírskotunum. Mörgum þótti nefnilega ólíkt virðulegra að búa á jörð sem bar endinguna -tún eða -vatn frekar en -kot eða -hjáleiga.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
(Fréttatilkynning frá Nafnfræðifélaginu)