Skip to main content

Fréttir

Fræðslufundur

Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 24. mars 2018, kl. 13.15 í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands.

 

Dr. Ólína Þorvarðardóttir flytur erindi sem hún nefnir

 

Við Djúpið blátt

 

og byggir á samnefndri bók sem kom út sem Árbók Ferðafélags Íslands á síðasta ári. Fjallað verður um sögustaði við Ísafjarðardjúp, brugðið upp myndum af umhverfinu og sagt frá örnefnum sem tengjast atburðum, einstaklingum og sögum. 

 

Allir eru velkomnir.