Skip to main content

Fréttir

Miðaldahandrit í heimsókn

Reykjabók Njálu og Ormsbók komu til landsins frá Kaupmannahöfn þann 5. júlí en bækurnar verða til sýnis í Listasafni Íslands á sýningunni Lífsblómið – Fullveldi Ísland í 100 ár sem opnuð verður almenninga þann 18. júlí næstkomandi.

Bækurnar eru  tvö af merkustu miðaldahandritum Íslendinga og er mikill fengur að fá þær að láni frá Dönum í tilefni sýningarinnar.

Reykjabók er handrit frá upphafi 14. aldar sem geymir afar heillegan texta Brennu-Njáls sögu og er sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að fleiri vísur koma fyrir í sögunni í Reykjabók en í öðrum handritum. Ormsbók Snorra-Eddu er frá miðri 14. öld og geymir Snorra-Eddu auk fjögurra málfræðiritgerða, þar ber helst að nefna Fyrstu málfræðiritgerðina, sem er frá 12. öld og einungis varðveitt í Ormsbók. Einnig er vert að nefna Rígsþulu, eitt af eddukvæðum, en Rígsþula er aðeins varðveitt í Ormsbó