Sýningin Lífsblómið – Fullveldi Íslands í 100 ár opnaði þann 17. júlí síðastliðinn. Hún er samvinnuverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Listasafns Íslands. Auk þess hafa önnur söfn og stofnanir, sem og einkaaðilar, bæði hér á landi og í Danmörku, lánað verk á sýninguna. Sýningunni er ætlað að veita sýn á ýmis átakamál á fullveldistímanum. Á henni má m.a. sjá handrit og skjöl er varða íslenska menningu og snerta sjálfsmynd þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttuna og fullveldi Íslands. Eins má sjá myndlistarverk sem sýna hvernig augu nokkurra listamanna líta sjálfstæðibráttuna.
Sýningarstjóri er Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Sýningin stendur til 16. desember og er opin frá kl. 10 - 17 alla daga. Athugið að á vetrartíma safnisins er lokað á mánudögum.