Skip to main content

Fréttir

Nýr starfsmaður í tölvu- og tæknimálum stofnunarinnar tekur til starfa

Trausti Dagsson hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri á stjórnsýslusviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann mun annast forritun og stafræna miðlun margvíslegra verkefna á fræðasviðum stofnunarinnar.

Trausti hefur lokið BA-prófi í ritlist við Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagnýtri þjóðfræði frá sama skóla. Síðustu ár hefur Trausti starfað við rannsóknir og forritun hjá Centrum för digital humaniora hjá háskólanum í Gautaborg og sem forritari hjá Institutet för språk och folkminnen, systurstofnun Árnastofnunar í Svíþjóð. Trausti hefur jafnframt komið við sögu nokkurra verkefna sem tengjast gagnvirkri miðlun menningartengdra gagna hér á landi og má þar nefna vefinn Sagnagrunnur.com.

Starfsstöð Trausta verður á Laugavegi 13 og er hann boðinn velkominn í starfsmannahópinn.