Skip to main content

Fréttir

Skjalastjóri hefur störf

Steinunn Aradóttir hefur verið ráðin skjalastjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Steinunn lauk cand.mag.-prófi í félagsfræði og landafræði frá Háskólanum í Ósló og síðar MLIS-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún í tíu ár sem skjalastjóri hjá Landmælingum Íslands. 

Steinunn er boðin velkomin í starfsmannahóp stofnunarinnar.

 

Ráðstefna um annarsmálsfræði - skráning hafin

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Rannsóknarstofa í máltileinkun við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviðum annarsmálsfræða, tvítyngi, tileinkun máls og menningar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli í Norræna húsinu 25. maí. Lesa meira hér.

 

Rímur og rapp á Barnamenningarhátíð

Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, tók þátt í skapandi verkefni með Reykjavíkurborg sem nefnist Rímur og rapp. Sköpunin gat af sér afurð, lagið Ostapopp, sem var frumflutt í Hörpu við opnun Barnamenningarhátíðar 2018 þriðjudaginn 17. apríl.

Eins og í öllu skapandi starfi tók verkefnið ýmsar sveigjur í sköpunarferlinu. Rósa segir svo frá: