Skip to main content

Fréttir

Nordkurs námskeið í Reykjavík

Alþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 32 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík dagana 4.–28. júní. Námskeiðið er allt að 10 ECTS og samanstendur af rúmlega 70 kennslustundum. Auk íslenskunámsins hlýða þeir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi.