Skip to main content

Fréttir

Ný hvatningarverðlaun á degi íslenskrar tungu

 
Hvatningarverðlaun viðskiptalífsins á degi íslenskrar tungu
Handhafar hvatningarverðlauna 2018 ásamt Elizu Reid forsetafrú

Hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu verða veitt í fyrsta skipti á degi íslenskrar tungu.

Viðskiptaráð Íslands og Festa - samfélagsábyrgð fyrirtækja, með fulltingi Árnastofnunar, kalla um þessar mundir eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu. 

Hvatningarverðlaunin verða afhent í sal Arion banka við Borgartún á morgunverðarathöfn föstudaginn 16. nóvember 2018.

 

Um er að ræða samstarfsverkefni Viðskiptaráðs Íslands, Festu og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.