Skip to main content

Fréttir

Fræðslufundur um nafnfræði

Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 20. október, kl. 13.15 í stofu 202 í Odda, húsi Háskóla Íslands.

Oddgeir Eysteinsson framhaldsskólakennari talar um

Hliðstæður í örnefnum á Íslandi og Suðureyjum.

 

Á Suðureyjum við Skotland eru flest örnefni af norrænum uppruna, þó svo að norræn tunga hafi liðið undir lok á eyjunum fyrir árhundruðum. Það er athygli vert að finna má augljósar hliðstæður í örnefnum á afmörkuðu svæði á austurströnd eyjarinnar Lewis, Ljóðhúsa, á Suðureyjum og Vesturlands, þ.e. við Kjalarnes og Hvalfjörð. Þetta vekur upp spurningar um hvort náið samband hafi verið milli Íslands og Suðureyja á miðöldum. Þessar hliðstæður gætu gefið til kynna að tengslin milli landanna hafi ekki aðeins legið til þess að þjóðirnar áttu sér sameiginlegt tungumál, heldur hafi þau einnig átt menningarleg, trúarleg og jafnvel viðskiptaleg samskipti.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.