Elizabeth Walgenbach hefur verið ráðin til að gegna rannsóknarstöðu Árna Magnússonar til tveggja ára. Hún mun rannsaka lagahandrit fjórtándu aldar og þá sérstaklega kristinrétt Árna Þorlákssonar.
Elizabeth lauk doktorsprófi í miðaldafræði við Yale Háskóla, meistaragráðu við Háskólann í Toronto og BA-prófi við Cornell Háskóla. Doktorsverkefni hennar „Outlawry as Secular Excommunication in Medieval Iceland“ fjallar um tengsl á milli bannfæringar og útlegðar í íslenskum heimildum, einkum lagatextum og samtíðarsögum. Elizabeth hefur birt greinar um friðhelgi kirkjunnar. Hún hefur einnig unnið mikið með lagatexta kirkjunnar í handritum, t.d. sem aðstoðarmaður Anders Winroth við nýja útgáfu á Gratian’s Decretum.
Elizabeth hóf störf í byrjun september og mun hafa aðstöðu í Árnagarði. Hún er boðin velkomin í starfsmannahóp stofnunarinnar.