Skip to main content

Fréttir

Nýr formaður stjórnar Árnastofnunar

Ný stjórn stofnunarinnar hefur tekið til starfa fyrir tímabilið 2018−2022. Hlutverk stjórnar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að vera forstöðumanni til ráðgjafar og veita honum umsagnir um starfsáætlanir og skipulag stofnunarinnar.

Stjórnin er þannig skipuð:
Dagný Jónsdóttir formaður, án tilnefningar,
Sigrún Magnúsdóttir, án tilnefningar,
Guðrún Þórhallsdóttir, tilnefnd af háskólaráði Háskóla Íslands,
Torfi Tulinius, tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands,
Terry Adrian Gunnell, tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands.

Hér má lesa um nýja stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis.