Skip to main content

Fréttir

Árnastofnun á Vísindavöku 2018

Á Vísindavöku 2018

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var einn af tæplega fimmtíu þátttakendum á Vísindavöku Rannís 2018. 

Um 5000 gestir komu við í Laugardalshöllinni á meðan á vökunni stóð. Þar gafst áhugasömum kostur á að kynna sér rannsóknir og starfsemi fjölmargra mismunandi stofnana, skóla, félaga og fyrirtækja sem vinna að vísindum á Íslandi og víðar.

Bás Árnastofnunar bauð fólki að kynnast fjölbreyttum gagnagrunnum og möguleikum í gegnum tölvutækni, auk þess að bjóða börnum á öllum aldri að prófa að skrifa á kálfskinn með fjöðurstaf og heimalöguðu jurtableki.