Skip to main content

Fréttir

Veforðabækur við heimavinnu

Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið þróaðar og gefnar út fjölmargar orðabækur ásamt ýmsum gagnasöfnum. Á vef stofnunarinnar er hægt að finna fjölmörg gagnasöfn sem koma að góðum notum, sér í lagi við þessar aðstæður. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN), Íslensk nútímamálsorðabók, Islex-orðabókin, sem er orðabók milli íslensku og sex norrænna mála, og málið.is eru dæmi um orðabækur og gagnasöfn sem eru þægileg í notkun og ungir sem aldnir geta notað við nám og störf. 

Hér má finna eftirfarandi gagnasöfn:

Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN)

Íslensk nútímamálsorðabók

ISLEX-veforðabók

Málið.is

Önnur gagnasöfn má finna hér.