Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar að þessu sinni hærri og fleiri styrkjum til útgáfu, þýðinga á íslensku og úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði. Sjá nánar hér.
Tvö verkefni starfsmanna Árnastofnunar hlutu útgáfustyrk frá miðstöðinni fyrir árið 2020.
Emily Letbridge, Jónína Hafsteinsdóttir og Svavar Sigmundsson fengu styrk til að ritstýra bókinni Nöfn á nýrri öld. 20 pistlar í tilefni af 20 ára afmæli Nafnfræðifélagsins.
Rósa Þorsteinsdóttir hlaut einnig styrk vegna verksins Tíu íslenskir kvæðamenn.
Við óskum styrkhöfum til hamingju.