Tuttugasta og fyrsta hefti tímaritsins Orð og tunga er komið út í ritstjórn Helgu Hilmisdóttur. Efnið er fjölbreytt að vanda og fjalla greinarnar um orðabókafræði, beygingu nafna, myndhverfingar, íslenskt táknmál, viðhorf til nýyrða og síðast en ekki síst málræktarfræði. Auk þess birtist í tímaritinu ein stutt fræðigrein sem fellur í nýjan greinaflokk er hlotið hefur nafnið Smágreinar, og tveir pistlar undir liðnum Málfregnir sem fjalla um nýjungar á sviði hagnýtrar málfræði.