Skip to main content

Fréttir

Hús íslenskunnar rís
Hús íslenskunnar rís

Framkvæmdir við byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík eru hafnar og 30. ágúst var skrifað undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytis og Framkvæmdasýslu ríkisins við verktakafyrirtækið ÍSTAK um framkvæmdina. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, og Karl Andreassen forstjóri ÍSTAKs undirrituðu samninginn á byggingarstað hússins.

Sumarskóli í handritafræðum 2019
Sumarskólinn í handritafræðum er vaxandi skóli

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 12.–23. ágúst sl. Þátttakendur voru 52 og komu frá 15 löndum. Að venju var boðið upp á kennslu í þremur hópum, þ.e. fyrir byrjendur, lengra komna og í svokölluðum Master class. Námskeiðið er skipulagt þannig að nemendur fá bæði tækifæri til að hlýða á fyrirlestra og vinna verkefni sem tengjast handritum undir leiðsögn sérfræðinga. Boðið var upp á nokkra fyrirlestra sem ætlaðir voru öllum hópnum, t.d.

Úrslit ljósmyndasamkeppninnar um Óravíddir - Orðaforðinn í nýju ljósi

Tveir þátttakendur í ljósmyndasamkeppni sem Árnastofnun stóð fyrir í tilefni Menningarnætur 2019 hlutu öll verðlaun fyrir myndir sínar.

Anna Margrét Árnadóttir sendi myndir af seríunni himinn-fjall-tré og hlaut að launum bókina 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar og aðgöngumiða í eitt ár að Þjóðminjasafni Íslands.

Nordkurs 2019
Fyrir hverja eru Nordkurs námskeiðin?

Saga Nordkurs – sumarnámskeiðs í íslensku fyrir norræna nemendur – er löng. Árið 1955 var ákveðið að bjóða upp á kennslu norrænna tungumála og menningu í mismunandi háskólum á Norðurlöndum, og þannig efla möguleika nemenda til að kynnast skandinavískri menningu. Fyrsta námskeiðið var haldið í Kaupmannahafnarháskóla sama ár. Þetta framtak hefur tekist mjög vel og árlega hefur nemendum fjölgað. Sumarnámskeið  Nordkurs í íslensku var fyrst haldið árið 1959 í Reykjavík og síðan hvert þriðja ár þangað til 1974 þegar byrjað var að halda það annað hvert ár. 

Sendikennarar í íslensku heimsækja Manitoba

Árlegur fundur sendikennara í íslensku var haldinn að þessu sinni í Winnipeg, Manitoba dagana 31. júlí til 1. ágúst. Fundurinn var með sérstöku sniði í þetta sinn þar sem hann bar upp á um svipað leyti og Íslendingahátíðin er í Gimli og var því lengri en venja er. Var mjög vel tekið á móti hópnum og gafst kennurum einstakt færi á að heimsækja slóðir Íslendinga í Vesturheimi og taka þátt í hátíðahöldunum.

Tuttugasta og fyrsta hefti tímaritsins Orð og tunga er komið út

Tuttugasta og fyrsta hefti tímaritsins Orð og tunga er komið út í ritstjórn Helgu Hilmisdóttur. Efnið er fjölbreytt að vanda og fjalla greinarnar um orðabókafræði, beygingu nafna, myndhverfingar, íslenskt táknmál, viðhorf til nýyrða og síðast en ekki síst málræktarfræði. Auk þess birtist í tímaritinu ein stutt fræðigrein sem fellur í nýjan greinaflokk er hlotið hefur nafnið Smágreinar, og tveir pistlar undir liðnum Málfregnir sem fjalla um nýjungar á sviði hagnýtrar málfræði.

Ný heimasíða íslensks unglingamáls

Ný heimasíða um rannsóknarverkefnið Íslenskt unglingamál 2018−2020 hefur litið dagsins ljós.

Tilgangur verkefnisins er að rannsaka unglingamál á Íslandi. Meginmarkmiðið er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna með því að nálgast það frá ólíkum sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Rannsóknin er styrkt af RANNÍS.

Forsetafrú Þýskalands heimsótti Árnastofnun

Elke Büdenbender, forsetafrú Þýskalands heimsótti Árnastofnun ásamt frú Elizu Reed, forsetafrú Íslands. Guðrún Nordal forstöðumaður og Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor sýndu þeim nokkur handrit og sögðu frá helstu gersemum stofnunarinnar. 

Gömul orðabók lifnar við

Á sumrin fyllist Árnastofnun af námsmönnum sem taka þátt í rannsóknarverkefnum á vegum fastra starfsmanna stofnunarinnar og sumarið 2019 er þar engin undantekning. Á starfsstöðinni á Laugavegi 13 er núna að störfum um tugur námsmanna sem vinnur að þremur verkefnum. Eitt af þessum verkefnum lýtur að því að gera Orðabók Sigfúsar Blöndals aðgengilega á stafrænu formi. Orðabókin kom út á árunum 1920-1924 og viðbætir við hana var gefinn út 1963 en fram að þessu hefur hún ekki verið til í vefútgáfu.