Skip to main content

Fréttir

Ratatoskur í norrænni goðafræði

Dálkahöfundur Washington Post, John Kelly, fagnar nú tíu ára afmæli íkornavikunnar og skrifaði á annan í páskum um íkornann Ratatosk.

Í pistlinum ræðir Kelly við Jesse Byock og Gísla Sigurðsson um hlutverk og merkingu íkorna í norrænni goðafræði. Samkvæmt henni hleypur íkorninn Ratatoskur á milli arnar og Níðhöggs í Askinum Yggdrasli.

Með pistlinum birtist hin dularfulla mynd af Ratatoski hornum prýddur í Löngu Eddu (AM 738 4to), íslensku pappírshandriti frá seinni hluta 17. aldar.

Hér má lesa pistilinn.