Skip to main content

Fréttir

Metaðsókn var á vefi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Heimsóknir á vinsælustu vefi Árnastofnunar hafa aldrei verið fleiri en í nýliðnum aprílmánuði. Fjórir vinsælustu vefir stofnunarinnar, BÍN, málið.is, Íslensk nútímamálsorðabók og ISLEX, hafa aldrei verið meira notaðir áður en á þeim voru 1.450 þúsund flettingar í apríl. Það þýðir að u.þ.b. á tveggja sekúndna fresti að meðaltali, allan sólarhringinn og alla daga mánaðarins, fletti einhver upp í þessum vinsælu orðabókavefjum. Fyrra met var 1.370 þúsund flettingar en það var sett í mars síðastliðnum. Það er því ljóst að vefir stofnunarinnar eru mikið þarfaþing, ekki síst þegar skólum og vinnustöðum er lokað.

Þess má geta að Árnastofnun rekur í kringum 30 vefi með margvíslegum upplýsingum sem tengjast öllum sviðum stofnunarinnar.