Skip to main content

Fréttir

Tvær nýjar bækur eftir Annette Lassen

Út eru komnar tvær bækur eftir Annette Lassen, rannsóknardósent við Árnastofnun. Rannsóknir hennar hafa einkum verið á sviði norrænna fornbókmennta og goðafræði, aðallega fornaldarsagna og ritstýrði hún danskri þýðingu á þeim. Auk þess ritstýrði hún danskri útgáfu Íslendingasagna og -þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana árið 2017, og þýddi einnig nokkrar sagnanna í útgáfunni.  

Reykjaholt Revisited. Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga

Bókin Reykjaholt Revisited. Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga eftir Úlfar Bragason prófessor emeritus er komin út. Útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en Andrew Wawn þýddi á ensku. Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni, um viðhorf og aðferðir sagnaritarans og textasamfélag hans. Fræðimenn hafa löngum dregið mjög í efa hlutlægni Sturlu enda hefur mynd hans af Snorra ekki hugnast þeim.

Evrópsk MA-ritgerðasamkeppni innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi

Samtökin EFNIL (European Federation of National Institutions for Language) standa árlega að evrópskri samkeppni þar sem höfundar MA-ritgerða geta keppt um peningaverðlaun. Ritgerðirnar eiga að vera innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi

Möguleika á verðlaunum haustið 2022 eiga ritgerðir sem lokið er, og háskólar hafa tekið gildar og gefið einkunn fyrir, árið 2021 og fram til janúarloka 2022. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2022.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2021

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Arnaldur Indriðason, rithöfundur hlaut verðlaunin í ár við athöfn í Þjóðminjasafninu sem var streymt á vefmiðlum. Við sama tækifæri fékk Vera Illugadóttur dagskrárgerðargerðarkona á RÚV, sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. 

Málþing til heiðurs Arnheiði Sigurðardóttur

Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Arnheiðar Sigurðardóttur var haldið málþing henni til heiðurs 16. október síðastliðinn. Að málþinginu stóðu Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði, Þýðingasetur Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Vesturíslenska ritið Leifur afhent Árnastofnun

Í tilefni aldarafmælis Óskars Halldórssonar bókmenntafræðings afhentu afkomendur hans Árnastofnun heildarútgáfu vesturíslenska blaðsins Leifs, í fallegu bandi, stofnuninni til eignar og varðveislu. Það var sonarsonur Óskars og nafni, Óskar Völundarson, sem afhenti ritið en Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor tók við því fyrir hönd stofnunarinnar.

Viðurkenningar á sviði málræktar

Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu.

Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem haldið var 30. september og bar yfirskriftina Íslenskukennsla á 21. öld fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningu:

Fundur íslenskukennara erlendis haldinn í Norræna húsinu 2021

Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis var haldinn 20.–21. júlí í Norræna húsinu í Reykjavík. Rætt var m.a. um hvernig tekist hefur til við að kenna íslensku á tímum COVID-19-faraldursins. Einnig var rætt um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2020−2021 var kynnt.

Nýir styrkþegar í íslensku sem öðru máli

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.

Stofnuninni bárust alls 30 umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 2021–2022 og voru veittir 14 styrkir til nemenda frá 11 löndum.

Nemendurnir hafa allir lagt stund á íslensku með einum eða öðrum hætti. Sumir hafa lært íslensku við háskólastofnanir sem íslenska ríkið styður við erlendis en aðrir hafa stundað sjálfsnám á vefsvæðinu Icelandic Online.