Skip to main content

Fréttir

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2022

 

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var haldinn 25. maí 2022. Dagskráin hófst á ávarpi fráfarandi formanns stjórnar stofnunarinnar, Dagnýjar Jónsdóttur. Þá tók forstöðumaður stofnunarinnar, Guðrún Nordal, við keflinu og fór yfir helstu viðfangsefni stofnunarinnar síðasta ár. Á fundinum var sjónum beint að spennandi rannsóknar- og þróunarverkefnum á stofnuninni undanfarin misseri. Fjallað var m.a. um rannsókn Helgu Hilmisdóttur á máli íslenskra unglinga sem má lesa nánar um á heimasíðu verkefnisins. Eins var varpað ljósi á nýstárlega athugun á litum í handritum, máltækniáætlun stjórnvalda og nýjungar á rafrænum gagnasöfnum, þ. á m. Útvarp Ísmús. Svo var fjallað um merkilegan fund á tveimur skinnblöðum úr fjórtándu aldar handriti sem fundust óvænt í erlendu safni. Að lokum flutti menningar- og viðskiptaráðherra hvatningar- og þakkarorð stofnuninni til handa.

Um 100 manns sóttu fundinn.

Ársskýrslu 2021 má finna hér.