Skip to main content

Fréttir

LEXIA-veforðabókin hlaut styrk úr Áslaugarsjóði

Styrkhafar
Ljósm.: Kristinn Ingvarsson

Við úthlutun úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur hlaut LEXIA-orðabókin tvo styrki en orðabókin tengir saman íslensku og frönsku annars vegar og þýsku hins vegar.

Ritstjóri Íslensk-franskrar orðabókar, Rósa Elín Davíðsdóttir stundakennari í frönsku við HÍ, fékk 1,7 milljónir króna til að þýða nýjan orðaforða sem hefur bæst við orðabókina. Íslensk-frönsk orðabók var opnuð á síðasta ári og nú munu 5000 ný orð bætast við þau 48 þúsund sem fyrir eru. Orðabókin er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Árnastofnunar.

Branislav Bedi, verkefnisstjóri á alþjóðasviði, hlaut 1 milljón króna framhaldsstyrk til íslensk-þýska hluta orðabókarinnar og verður fénu varið til að greiða fyrir þýðingar á þýsku. Verkið er enn í vinnslu en það er unnið í samstarfi við Háskólann í Vínarborg og er verkefnisstjóri Eleonore Guðmundsson íslenskukennari. Auk hennar vinna þeir Hartmut Mittelstädt, fyrrverandi kennari í íslensku við Háskólann í Greifswald, og Ágúst Lúðvíksson, eðlisfræðingur og forritari í Karlruhe, við þýðingarnar.

Á myndinni eru frá vinstri: Þórdís Úlfarsdóttir, Ágústa Þorbergsdóttir, Rósa Elín Davíðsdóttir og Halldóra Jónsdóttir sem tók við styrknum f.h. Branislavs Bédi.