Skip to main content

Fréttir

Styrkir til orðabókarverkefna

Fánar Norðurlanda

Á undanförnum tveimur árum hefur veforðabókin ISLEX (islex.is) stækkað um 5400 orð. Orðaforðinn kemur úr ýmsum áttum en áberandi eru orð úr heilbrigðismálum, umhverfismálum, ferðamálum og lífsstíl, s.s. matarorð. Dæmi um orð sem bæst hafa við eru augnaðgerð, gáttatif, hjarðónæmi, umhverfisvottun, kolefnisbinding, orkuskipti, vindorkuver, hleðslustöð, jöklaferð, útsýnisflug, matarmenning, andabringa, kókosolía, graskersfræ.

Árið 2020 fékkst styrkur frá tungumálaáætlun Norðurlandaráðs (Nordplus Sprog) til að þýða viðbótarorðaforðann á dönsku, sænsku og færeysku. Því verkefni er nú lokið, en eftir var að þýða viðbæturnar á norsku og finnsku. Styrkur til þess verkefnis hefur nú fengist úr sama sjóði og er áætlað að þýðingarvinnan hefjist næsta haust.

Aðalritstjóri ISLEX er Þórdís Úlfarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir er verkefnisstjóri.