Skip to main content

Fréttir

Verkefnið „Íðorðasafn í leiklist“ hlýtur styrk úr Áslaugarsjóði

Styrkur veittur Ágústu Þorbergsdóttur
Ljósm.: Kristinn Ingvarsson

Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri Íðorðabankans hlaut fyrir hönd Íðorðanefndar styrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur fyrir verkefnið „Íðorðasafn í leiklist“. Mun safnið ná yfir sértækan orðaforða þeirra sem vinna í tengslum við leiklist og leikhús, svo sem leikara, sviðslistamanna, leikstjóra, sviðsmanna og leikbúninga- og leikmyndahönnuða. Sem stendur er ekki til sambærilegt orðasafn en til stendur að gera safnið aðgengilegt í Íðorðabanka Árnastofnunar sem er öllum opinn. Þar verður hægt að fletta upp á þýðingu íðorða í leiklist og finna skilgreiningu þeirra.