Miðstöð íslenskra bókmennta veitti styrki til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi.
Fjórar bækur sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út fengu styrk:
- Rúnir á Íslandi eftir Þórgunni Snædal. Ritstjóri er Haukur Þorgeirsson.
- Ólafur Jónsson á Söndum: Kvæði og sálmar sem til eru lög við. Útg. Árni Heimir Ingólfsson, Johnny F. Lindholm, Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Ritstjóri er Jóhannes B. Sigtryggsson.
- Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 5. Útg. Margrét Eggertsdóttir, Karl Ó. Ólafsson og Kristján Eiríksson. Ritstjóri er Þórunn Sigurðardóttir.
- Fyrningar. Ritgerðir 1969–2019 eftir Véstein Ólason. Ritstjóri er Þórður Ingi Guðjónsson.