Skip to main content

Fréttir

Útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta

 

Merki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti styrki til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi.

Fjórar bækur sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út fengu styrk:

 

  • Rúnir á Íslandi eftir Þórgunni Snædal. Ritstjóri er Haukur Þorgeirsson.
  • Ólafur Jónsson á Söndum: Kvæði og sálmar sem til eru lög við. Útg. Árni Heimir Ingólfsson, Johnny F. Lindholm, Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Ritstjóri er Jóhannes B. Sigtryggsson.
  • Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 5. Útg. Margrét Eggertsdóttir, Karl Ó. Ólafsson og Kristján Eiríksson. Ritstjóri er Þórunn Sigurðardóttir.
  • FyrningarRitgerðir 1969–2019 eftir Véstein Ólason. Ritstjóri er Þórður Ingi Guðjónsson.