Skip to main content

Fréttir

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum í Reykjavík 15.–25. ágúst 2022

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn verður haldinn í Reykjavík 15.–25. ágúst. Sumarskólinn var síðast haldinn hér á landi árið 2018 en hann er haldinn til skiptis á Íslandi og í Kaupmannahöfn.

Boðið er upp á þjálfun í textafræði, handritafræði, uppskriftum norrænna handrita ásamt aðferðum í útgáfum texta eftir handritum.

Leiðbeinendur koma víðs vegar að. Auk íslenskra fræðimanna eru kennarar frá Danmörku, Kanada, Sviss, Svíþjóð og Ítalíu.

Nemendur eru að þessu sinni um 60 talsins.

Sumarskóli í handritafræðum nýtur sífellt meiri vinsælda og er hann mikilvægur þáttur í að kynna ungum fræðimönnum fjölbreyttan og mikilvægan heim handritanna.