Eldspýtur Prómeþeifs — skrif og sköpun undir ægivaldi algóritmans
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari að þessu sinni er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður.
Íslensk menning hefur frá öndverðu byggst á bókmenntum. Þessi bókmenning, knúin áfram af íslenskri tungu og sagnaarfi, listrænum metnaði, og hugmyndum og áhrifum utan úr heimi, hefur lifað af og notið góðs af tæknibyltingum og samfélagsbreytingum í gegnum tíðina þó að mörgum hafi stundum þótt hún standa tæpt.
Undanfarnir áratugir hafa verið blómatími í skrifum og sköpun á Íslandi, aldrei hafa verið skrifaðar og gefnar út fleiri bækur, aldrei hafa svo margir haft lifibrauð sitt af menningu, aldrei hafa jafn margir talað og skrifað íslensku og einmitt nú.
Og samt óttumst við mörg hver að það sé að fjara undan því öllu.
Í fyrirlestrinum verður gerð tilraun til að greina stöðu íslenskra bókmennta og hinna skapandi greina á öld algóritmans, gervigreindarinnar og streymisveitnanna og spá fyrir um framtíð skapandi hugsunar á íslensku.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir lauk BA-prófi í sagnfræði og spænsku við Háskóla Íslands og meistaraprófi í blaðamennsku við Columbia-háskóla. Hún hefur starfað á Ríkisútvarpinu frá 1999 og við ritstörf frá 2016. Sjötta skáldsaga hennar, Vegur allrar veraldar – skálkasaga, kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu í nóvember.
Njálurefillinn: Sköpunarferlið í máli og myndum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari og rithöfundur, segir frá gerð Njálurefilsins sem hún hannaði og teiknaði og fjöldi manns tók þátt í að sauma.
Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
Málþing um alþýðuhljóðfæri og danslög
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavik 107
Ísland
Málþing í tilefni af útkomu bókarinnar Danslög Jónasar
Í bókinni Danslög Jónasar eru gefin út lög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason (1839–1903) skráði í litla nótnabók sem nú er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Birtar eru ljósmyndir af handritinu í raunstærð ásamt aðgengilegum uppskriftum allra laganna í því.
Jónas og Helgi, bróðir hans, voru vinsælir fiðluleikarar og danstónlistarmenn í Reykjavík á sjöunda áratug 19. aldar og bókin inniheldur einnig upplýsingar um Jónas, alþýðufiðluleik á Íslandi og sögu dansmenningar 19. aldar í Reykjavík. Sumt af þessu verður einnig fjallað um á málþinginu ásamt því sem talað verður almennt um alþýðuhljóðfæri og þjóðlagatónlist.
Markmið útgáfunnar og málþingsins er að kynna ríkan menningararf sem birtist í Danslögum Jónasar með ósk um að hún veiti tónlistarfólki innblástur til að halda áfram að spila þessa tónlist á fiðlur og önnur hljóðfæri, tónlistarinnar verði notið og dansað verði við hana.
Málþingið er hluti af dagskrá þjóðlistahátíðar Vökufélagsins.
Fyrirlestrar
- Rósa Þorsteinsdóttir: Alþýðuhljóðfæri á Íslandi
- Mette Vårdal: When does culture become national? About innovation, assimilation and tradition in folk culture
- Herdís Anna Jónsdóttir: Fiðlumenning í Suður-Þingeyjarsýslu
- Vegar Vårdal: How I understand the fiddle recordings in Ismus in light of the Nordic folk music
- Atli Freyr Hjaltason: Þjóðdansar eða menningararfur. Dansmenning 19. aldar
Árnastofnun á Vísindavöku 2025
Laugardalshöll
Engjavegi 8
Reykjavík 104
Ísland
Fulltrúar Árnastofnunar á Vísindavöku 2025 verða Ágústa Þorbergsdóttir og Kristín Ingibjörg Hlynsdóttir.
Verkefnin sem kynnt verða eru Nýyrðavefurinn, Íðorðabankinn og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN).