Skip to main content

Þjóðfræðipistlar

Sagan af bjargvætti Hlina kóngssonar

Ævintýri eru oft til í mörgum mismunandi tilbrigðum líkt og Kristín Anna Hermannsdóttir skrifaði um í þjóðfræðipistlinum „Upprunaligast og fornligast“ sem birtist hér á vef Árnastofnunar í fyrra. Meðal þeirra sem varðveist hafa í fleiri en einu tilbrigði er Sagan af Hlina kóngssyni. Áður en ég kynntist því ævintýri var ég vön ævintýrum þar sem kvenhetjurnar voru iðnar, fallegar og hjartahreinar en karlhetjurnar voru hugrakkar, klókar, fyndnar og traustar.

Æskuvísa Egils hljóðrituð í Kaliforníu í kjölfar kreppunnar miklu – og hljómar nú á netinu

Vegir hinnar munnlegu geymdar eru margir og furðulegir. Fyrir mörgum árum fór ég á sumarnámskeið Norrænu þjóðfræðastofnunarinnar í Turku í Finnlandi og deildi þar herbergi með David A. Taylor frá Amerísku þjóðfræðastofnuninni við Þingbókasafnið í Washingtonborg í Bandaríkjunum. Hann vakti þá athygli mína á því að í hljóðsafni þeirra væri íslenskt efni og spurði hvort ég hefði áhuga á að vita meira um það. Sem ég hafði. Í ljós kom að þar voru segulbandaafrit af efni sem bandaríski þjóðfræðingurinn Sidney Robertson Cowell safnaði meðal Íslendinga í Kaliforníu árið 1938.

Magnús Grímsson

Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.

Þjóðsagnafræðingurinn Ólafur Davíðsson

Fyrra bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, kom út árið 1862 – og það sama ár fæddist Ólafur Davíðsson í Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Hann var sonur prestshjónanna þar, Davíðs Guðmundssonar og Sigríðar Ólafsdóttur, en Jón Árnason var einmitt móðurbróðir Davíðs. Ólafur átti þannig ef til vill ekki langt að sækja áhugann á þjóðlegum fróðleik og hann segist hafa lesið „Þjóðsögurnar spjaldanna á milli, upp aptur og aptur á kornúngum aldri“ (ÍGSVÞ II 4).

Fleiri rannsóknarefni þjóðfræða

Þulur hafa löngum verið einhvers konar regnhlífar­hugtak yfir ýmsar og oft ólíkar tegundir kveðskapar. Það kann að tengjast því að skilningur og skynjun manna á því hvað þulur eru hefur oft verið mismunandi og sögnin að þylja hefur haft afar mismunandi merkingar, allt frá mjög almennu ‚tala‘, ‚mæla‘ til mun sérhæfari, t.d. ‚kveða‘, ‚tauta‘ eða ‚flytja fræði‘.

„Upprunaligast og fornligast“

Seint á 19. öld þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögum og ævintýrum til útgáfu voru honum sendar uppskriftir af sögum víðs vegar að af landinu og fékk hann gjarnan mörg tilbrigði við sömu sögu frá mismunandi söfnurum. Jón skrifaðist mikið á við safnarana og í bréfunum var oft rætt um sögurnar og mismunandi útgáfur þeirra.

Þjóðfræði?

Stundum sér fólk þjóðfræðinga fyrir sér á sauðskinnsskóm að gæða sér á þeim mat sem tíðkast á þorrablótum. Þessi ímynd byggist á arfleifð nítjándu aldar og er fjarri þeirri þjóðfræði sem nú er stunduð. Þeir sem koma nærri þjóðfræðum eru að vísu oft áhugasamir um það gamla og glataða í leit að fólki sem ólst upp í torfbæjarsamfélagi síðustu aldar þegar álfar og huldufólk bjuggu í hverjum hól. En sveitasælan á stórum baðstofuheimilum nítjándu aldar er ekki lengur hin eina sanna íslenska þjóðmenning sem þjóðfræðingar geta gert að viðfangsefni sínu.

Sögustaðir tveggja sagnamanna í Sagnagrunni

Sagnagrunnur er gagnagrunnur yfir flestar íslenskar sagnir sem birst hafa á prenti. Í grunninum eru skráðar upplýsingar um rúmlega 10 þúsund sagnir úr 21 þjóðsagnasafni. Auk útdráttar og upplýsinga um í hvaða riti sögnin er prentuð má þarna finna lista yfir staði sem minnst er á í sögnunum ásamt upplýsingum um heimildarmenn og safnara og heimili þeirra. Viðmót grunnsins hefur ýmsa leitarmöguleika og býður meðal annars upp á birtingu á landfræðilegri dreifingu sögustaða og heimila.

Sagnadansar

Þær gjörðu lítinn
ríks manns rétt,
hjuggu af hönum höfuðið
við hallarinnar stétt.
          Þar sem öðlingar fram ríða

                       (Úr Ebbadætra kvæði)

 

Reyfi hrútsins og kynlífskápan

Í hinu vel þekkta íslenska ævintýri Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur sem heyrir til alþjóðlegu ævintýragerðarinnar ATU 510: Öskubusku er að finna áhugaverða vísu sem margir Íslendingar kannast við. Þar er sagt um leyniskemmu Mjaðveigar: