Skip to main content

Þjóðfræðipistlar

Úr tali yfir í texta: um sjálfvirkar uppskriftir þjóðfræðisafns Árnastofnunar

Þjóðfræðisafn Árnastofnunar geymir yfir 2000 klukkustundir af ýmiss konar þjóðfræðiefni. Efnið samanstendur meðal annars af frásögnum af lífi fólks og þjóðháttum snemma á síðustu öld, sögnum og ævintýrum, söng, þulum, rímum og hljóðfæraleik. Stór hluti efnisins var hljóðritaður á árunum 1960 til 1980 af Hallfreði Erni Eiríkssyni, Helgu Jóhannsdóttur og Jóni Samsonarsyni. Þau ferðuðust um landið og töluðu við fólk − mikið til eldra fólk − og spurðu þau spjörunum úr.

Álfar og orrustur: þjóðfræði í örnefnasafni

Þjóðfræði fæst við afar fjölbreytt viðfangsefni, í raun allt sem viðkemur hversdagsmenningu bæði fyrr og nú og sækja því þjóðfræðingar heimildir víða að. Hér hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru varðveitt ýmiss konar gögn sem gagnast við þjóðfræðirannsóknir (sem og aðrar). Ekki einungis á þjóðfræðisviði heldur er þjóðfræði að finna á flestum sviðum stofnunarinnar, í rammgerðri handritageymslunni, hinum ýmsu orðfræði-, orða- og textasöfnum og síðast en ekki síst örnefnasafni nafnfræðisviðs.

Munnmæli um endalok norrænnar byggðar á Grænlandi

Kenningasmiðir um endalok norrænnar byggðar á Grænlandi hafa lítið gert með frásögn arafróða (í merkingunni fróður maður sem þekkir sögu lands síns af frásögnum sér eldri manna, allt að tvö til þrjú hundruð ár aftur í tímann) af því hvernig fór fyrir síðustu norrænu mönnunum þar í landi.