Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Ásta Svavarsdóttir

Ásta Svavarsdóttir

Rekstrar- og þjónustusvið
rannsóknardósent

Ásta Svavarsdóttir er rannsóknardósent og stofustjóri á orðfræðisviði. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði orðfræði, beygingafræði og setningafræði, ekki síst í ljósi sambands máls og málnotkunar við menningarlega og samfélagslega þætti. Þá sinnir hún sameiginlegum verkefnum á sviðinu, einkum við umsjón og úrvinnslu á söfnum Orðabókar Háskólans og vinnu við uppbyggingu annarra gagnasafna. Hún situr í útgáfunefnd stofnunarinnar og hefur annast ritstjórn bóka og tímarita innan og utan stofnunarinnar. Hún situr nú í ritstjórn tímarits norræna orðabókafræðifélagsins, LexicoNordica, og er einn þriggja ritstjóra tímaritsins Íslenskt mál og almenn málfræði.

Ritaskrá (IRIS)

Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
Ásta Svavarsdóttir hefur starfað við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá því hún var sett á fót árið 2006. Áður var hún sérfræðingur og ritstjóri á Orðabók Háskólans (frá 1990) og lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands (1989-1991). Áður var hún stundakennari í sömu grein og í íslenskri málfræði (1981-1989) og síðar hefur hún af og til tekið að sér stundakennslu meðfram öðrum störfum. Þá kenndi hún íslensku við Fjölbrautaskóla Suðurnesja tvo vetur (1979-1981).
Ásta Svavarsdóttir stundaði frönskunám við háskólann í Aix-en-Provence veturinn 1975-76. Hún lauk BA-prófi í íslensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1981 og cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1987.
Rannsóknir Ástu Svavarsdóttur eru einkum á sviði orðfræði, beygingafræði og félagslegrar málfræði og hún hefur einnig fjallað um orðabækur og orðabókafræði. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum í samvinnu við málfræðinga innanlands og utan og átt aðild að þverþjóðlegum rannsóknarnetum.

Nýleg verkefni:
Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum (í verkefnisstjórn)
Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals (verkefnisstjóri)
Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd (í verkefnisstjórn)

Eldri verkefni:
Tilbrigði í setningagerð (í verkefnisstjórn)
Moderne importord i språka i Norden
A Dictionary of European Anglicisms
ÍS-TAL. Íslenskt talmál – gagnabanki (í verkefnisstjórn)

Fyrri störf

Ásta Svavarsdóttir hefur starfað við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá því hún var sett á fót árið 2006. Áður var hún sérfræðingur og ritstjóri á Orðabók Háskólans (frá 1990) og lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands (1989-1991). Áður var hún stundakennari í sömu grein og í íslenskri málfræði (1981-1989) og síðar hefur hún af og til tekið að sér stundakennslu meðfram öðrum störfum. Þá kenndi hún íslensku við Fjölbrautaskóla Suðurnesja tvo vetur (1979-1981).

Námsferill

Ásta Svavarsdóttir stundaði frönskunám við háskólann í Aix-en-Provence veturinn 1975-76. Hún lauk BA-prófi í íslensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1981 og cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1987.

Rannsóknir

Rannsóknir Ástu Svavarsdóttur eru einkum á sviði orðfræði, beygingafræði og félagslegrar málfræði og hún hefur einnig fjallað um orðabækur og orðabókafræði. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum í samvinnu við málfræðinga innanlands og utan og átt aðild að þverþjóðlegum rannsóknarnetum.

Nýleg verkefni:
Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum (í verkefnisstjórn)
Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals (verkefnisstjóri)
Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd (í verkefnisstjórn)

Eldri verkefni:
Tilbrigði í setningagerð (í verkefnisstjórn)
Moderne importord i språka i Norden
A Dictionary of European Anglicisms
ÍS-TAL. Íslenskt talmál – gagnabanki (í verkefnisstjórn)