
Ari Páll Kristinsson
Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor hóf störf árið 1990 á Íslenskri málstöð sem var ein þeirra fimm stofnana sem urðu að sameinaðri Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2006. Ari Páll gegndi starfi forstöðumanns Íslenskrar málstöðvar 1996–2006 en við sameininguna varð hann stofustjóri málræktarsviðs nýrrar Árnastofnunar.
Hann sinnir t.a.m. málfarsráðgjöf, ritstjórn og leiðbeiningum um málnotkun, situr í ritstjórn vefgáttarinnar málið.is og á margvísleg samskipti við innlendar og erlendar stofnanir og fræðimenn.
Rannsóknir Ara Páls hafa undanfarið einkum beinst að málstefnu á Íslandi og víðar; málstýringu, málnotkun og málviðhorfum.
Meðal rita Ara Páls eru kennslubókin The Pronunciation of Modern Icelandic (3. útg. 1988), Handbók um málfar í talmiðlum (1998), leiðbeiningarritið Orðmyndun. Um leiðir til að auka íslenskan orðaforða (2004), doktorsritgerðin „Í fréttum er þetta helst.“ Rannsókn á einkennum íslensks útvarpsmáls (2009), íðorðaskráin Tungumálaheiti (2014), fræðslubókin Málheimar: Sitthvað um málstefnu og málnotkun (2017) og fjölmargir bókarkaflar og tímaritsgreinar (sjá ritaskrá).
Settur forstöðumaður Ísl. málstöðvar 1996–1999
Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins 1993–1996
Sérfræðingur á Íslenskri málstöð 1990–1992
Framhaldsskólakennari 1984–1990
Önnur fyrri trúnaðarstörf m.a.:
Varaformaður Málnefndar um íslenskt táknmál 2011–2015
Formaður Íslenska málfræðifélagsins 1995–1997 og 2013–2015
Formaður örnefnanefndar 1998–2006
Cand. mag. í íslenskri málfræði 1987
Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1987
BA í íslensku og almennum málvísindum 1982
Annað nám m.a.:
Linguistic Society of America Summer Institute í Michigan 2003
Málvísindi við Universitetet i Oslo 1999
Tímaritsgrein
Bókarkafli
Erindi á ráðstefnu, málþingi eða málstofu
Veggspjald á alþjóðlegri ráðstefnu
Fræðileg ritstjórn
Grein í ráðstefnuriti
Bók
Fræðsluefni fyrir almenning
Lokaritgerð
Álitsgerð eða skýrsla
Fyrri störf
Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar 2000–2006Settur forstöðumaður Ísl. málstöðvar 1996–1999
Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins 1993–1996
Sérfræðingur á Íslenskri málstöð 1990–1992
Framhaldsskólakennari 1984–1990
Önnur fyrri trúnaðarstörf m.a.:
Varaformaður Málnefndar um íslenskt táknmál 2011–2015
Formaður Íslenska málfræðifélagsins 1995–1997 og 2013–2015
Formaður örnefnanefndar 1998–2006
Námsferill
Doktorspróf (Ph.D.) í íslenskri málfræði 2009Cand. mag. í íslenskri málfræði 1987
Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1987
BA í íslensku og almennum málvísindum 1982
Annað nám m.a.:
Linguistic Society of America Summer Institute í Michigan 2003
Málvísindi við Universitetet i Oslo 1999