Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Úr skúmaskotum skjalaskápa á örnefnasafni

Margir þekkja örnefnasafnið sem er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var gert aðgengilegt að stórum hluta á vefsíðunni nafnið.is í árslok 2020. Það er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem átti sér að miklu leyti stað á árunum 1930–1970 á vegum Hins íslenska fornleifafélags, Þjóðminjasafns og ungmennafélaga og í kjölfarið vinnu starfsmanna Örnefnastofnunar við að bæta og auka fyrirliggjandi gögn í samvinnu við heimildarmenn um land allt. Langflestar örnefnalýsingar hafa verið vélritaðar upp á býsna staðlað form.

Örnefnaspjall þriggja bræðra: Upptaka frá 1970

Örnefnalýsingar eru til fyrir nær allar jarðir á Íslandi og eru nú að stórum hluta aðgengilegar á vefnum nafnið.is. Að baki hinu gríðarstóra safni liggja margs konar gögn: Handrit, örnefnalistar, rissaðir uppdrættir, bréf heimildarmanna til starfsmanna safnsins (áður Örnefnastofnunar) og fleira. Þessi gögn eru oft afar forvitnileg, ekki síst því þau gefa innsýn í það flókna ferli sem liggur að baki tilbúnum skrám og geta gefið til kynna margbrotnari viðhorf til viðfangsefnisins en síðan sjást í endanlegri gerð örnefnalýsingar.