Örnefnalýsingar eru til fyrir nær allar jarðir á Íslandi og eru nú að stórum hluta aðgengilegar á vefnum nafnið.is. Að baki hinu gríðarstóra safni liggja margs konar gögn: Handrit, örnefnalistar, rissaðir uppdrættir, bréf heimildarmanna til starfsmanna safnsins (áður Örnefnastofnunar) og fleira. Þessi gögn eru oft afar forvitnileg, ekki síst því þau gefa innsýn í það flókna ferli sem liggur að baki tilbúnum skrám og geta gefið til kynna margbrotnari viðhorf til viðfangsefnisins en síðan sjást í endanlegri gerð örnefnalýsingar.