Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Úr skúmaskotum skjalaskápa á örnefnasafni

Margir þekkja örnefnasafnið sem er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var gert aðgengilegt að stórum hluta á vefsíðunni nafnið.is í árslok 2020. Það er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem átti sér að miklu leyti stað á árunum 1930–1970 á vegum Hins íslenska fornleifafélags, Þjóðminjasafns og ungmennafélaga og í kjölfarið vinnu starfsmanna Örnefnastofnunar við að bæta og auka fyrirliggjandi gögn í samvinnu við heimildarmenn um land allt. Langflestar örnefnalýsingar hafa verið vélritaðar upp á býsna staðlað form.

Örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2022 fjallar pistill nafnfræðisviðs að þessu sinni um örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Áherslan er á tvennt. Í fyrsta lagi verður stiklað á stóru um örnefnin sem koma fyrir á þeim jörðum og stöðum á Íslandi þar sem Jónas átti heima. Í öðru lagi verður kynnt örverkefni sem höfundur pistilsins vann sem framlag til dags íslenskrar tungu og lék sér að því að kortleggja örnefni sem koma fyrir í kvæðum Jónasar. 

Kjalarnes

Örnefnið Kjalarnes er gagnsætt að merkingu, samsett úr orðliðunum kjölur og nes. Eftirfarandi sögn hefur gengið í munnmælum á Kjalarnesi: „Fundu forfeður vorir kjöl af stóru skipi út fyrir Kjalarnestöngum, s.s. um Músarnes, og var þá landið hér undir Esju nefnt Kjalarnes“ (örnefnaskrá Brautarholts í örnefnasafni). Fyrir þessu eru þó ekki aðrar heimildir. Einnig hafa menn gert því skóna að eitthvað í umhverfinu skýri nafnið, sbr.

Örnefnaspjall þriggja bræðra: Upptaka frá 1970

Örnefnalýsingar eru til fyrir nær allar jarðir á Íslandi og eru nú að stórum hluta aðgengilegar á vefnum nafnið.is. Að baki hinu gríðarstóra safni liggja margs konar gögn: Handrit, örnefnalistar, rissaðir uppdrættir, bréf heimildarmanna til starfsmanna safnsins (áður Örnefnastofnunar) og fleira. Þessi gögn eru oft afar forvitnileg, ekki síst því þau gefa innsýn í það flókna ferli sem liggur að baki tilbúnum skrám og geta gefið til kynna margbrotnari viðhorf til viðfangsefnisins en síðan sjást í endanlegri gerð örnefnalýsingar.

Feðraveldið í borgarlandslaginu

Samkvæmt „Global Gender Gap“ skýrslunni frá World Economic Forum í mars á þessu ári var Ísland efst á lista heimsþjóða varðandi jafnréttismál í 12. sinn. Þrátt fyrir það er baráttunni ólokið, ekki síst t.d. hvað varðar stöðu kvenkyns innflytjenda með tilliti til jafnréttismála og kjara þeirra í íslensku samfélagi. Umræður tengdar metoo-hreyfingunni krefjast réttilega áframhaldandi athygli fólks en vissulega er enn þörf á því að kanna sögulega og samfélagslega þætti sem hafa niðrandi áhrif á konur svo og á minnihlutahópa.