Orðanefnd læknafélaganna var formlega stofnuð árið 1983 til þess að taka saman ensk-íslenska orðabók með læknisfræðilegum heitum. Orðtakan hafði reyndar hafist fjórum árum áður en eftir að málfræðingur hafði verið ráðinn til starfa árið 1984 hófst ferill sem leiddi til útgáfu safnsins á árunum 1985−1989, 14 litlum heftum með stafköflunum A til Z. Í heftunum var að finna um 35 þúsund heiti með smáu letri á 550 blaðsíðum.