Útgáfuár
2015
ISBN númer
9789979654322
Út er komið ritið Sagnalíf – sextán greinar um fornar bókmenntir. Í bókinni er úrval greina eftir Jónas Kristjánsson (1924–2014), fyrrverandi forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Í þeim er fjallað um sígild viðfangsefni íslenskra fræða: aldur fornsagna, leit að höfundum þeirra, mál og stíl, sannfræði og skáldskap. Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við Oslóarháskóla, ritar þátt um Jónas fremst í bókinni og henni lýkur á ritaskrá Jónasar sem nær yfir rúma sjö áratugi.
Háskólaútgáfan sér um dreifingu bókarinnar, en hún fæst meðal annars í Bóksölu stúdenta.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 90).
Háskólaútgáfan sér um dreifingu bókarinnar, en hún fæst meðal annars í Bóksölu stúdenta.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 90).