Útgáfuár
2019
ISBN númer
978-9979-654-51-3
Handritið AM 677 4° er nú komið út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fræðimaðurinn Andrea de Leeuw van Weenen hefur veg og vanda af útgáfunni. Ritstjóri er Haukur Þorgeirsson.
Handritið geymir „andlegar krásir“ sem lærðir menn báru á borð fyrir Íslendinga nálægt árinu 1200. Efnið er kristilegt og þýtt úr latínu eftir vinsælum verkum, að stærstum hluta eftir Gregoríus páfa hinn mikla. Aðeins örfáar heillegar bækur íslenskar eru varðveittar frá þessum tíma og handritið er því mikilsverð heimild um íslenskt mál og menntir um það leyti sem gullöld íslenskra sagnabókmennta var að renna upp. Handritið er hér gefið út í heild ásamt ítarlegri greiningu á letri, stafsetningu og beygingarkerfi. Sem dæmi má nefna að orðið 'maður' er gjarnan skammstafað með rúninni ᛘ, miðmyndarendingin er rituð 'sc' og enn var gerður greinarmunur á 'á' og hljóðvarpshljóðinu 'ǫ́' – eitt mál og mörg mǫ́l.
Með ítarlegri greiningu Andreu de Leeuw van Weenen á handritinu hefur þekking okkar á elstu stigum íslenskra ritmennta tekið skref fram á við.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 100).
Handritið geymir „andlegar krásir“ sem lærðir menn báru á borð fyrir Íslendinga nálægt árinu 1200. Efnið er kristilegt og þýtt úr latínu eftir vinsælum verkum, að stærstum hluta eftir Gregoríus páfa hinn mikla. Aðeins örfáar heillegar bækur íslenskar eru varðveittar frá þessum tíma og handritið er því mikilsverð heimild um íslenskt mál og menntir um það leyti sem gullöld íslenskra sagnabókmennta var að renna upp. Handritið er hér gefið út í heild ásamt ítarlegri greiningu á letri, stafsetningu og beygingarkerfi. Sem dæmi má nefna að orðið 'maður' er gjarnan skammstafað með rúninni ᛘ, miðmyndarendingin er rituð 'sc' og enn var gerður greinarmunur á 'á' og hljóðvarpshljóðinu 'ǫ́' – eitt mál og mörg mǫ́l.
Með ítarlegri greiningu Andreu de Leeuw van Weenen á handritinu hefur þekking okkar á elstu stigum íslenskra ritmennta tekið skref fram á við.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 100).