Nýtt starfsfólk komið til starfa á nýju ári
Það sem af er árinu 2017 hafa tveir nýir starfsmenn bæst við starfsmannahóp stofnunarinnar. Sigurborg Kristín Stefánsdóttir tók til starfa sem fjármálastjóri þann 1. febrúar.
NánarÞað sem af er árinu 2017 hafa tveir nýir starfsmenn bæst við starfsmannahóp stofnunarinnar. Sigurborg Kristín Stefánsdóttir tók til starfa sem fjármálastjóri þann 1. febrúar.
NánarSkipulögð hafa verið þrjú upplestrarkvöld á vormisseri þar sem pistlahöfundar, sem skrifa í bókina Konan kemur við sögu, lesa upp úr eða segja frá þeim greinum sem þeir eiga í þessari nýjustu útgáfu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarUm miðjan febrúar hóf Guðný Ragnarsdóttir störf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún tekur við af Ólöfu Benediktsdóttur sem hefur verið bókavörður við stofnunina um langt árabil við góðan orðstír en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir.
NánarSíðasta miðvikudagskvöld var fyrsta upplestrarkvöldið af þremur, sem ráðgerð eru á vormisseri, haldið í Mengi við Óðinsgötu. Þar sameinuðu krafta sína fræðimenn, skáld og tónlistarmenn. Kvöldstundin hverfðist um pistlasafnið Konan kemur við sögu sem kom út hjá Árnastofnun í fyrra.
NánarRakel Pálsdóttir hefur tekið við starfi á skrifstofu stofnunarinnar þar sem hún annast símsvörun, móttöku gesta og almenn skrifstofustörf á stjórnsýslusviði.
Nánar