Skip to main content

Fréttir

Sögudagur á Sturlungaslóð

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð verður laugardaginn 13. ágúst.

Í ár verður gestum og gangandi boðið í Geldingaholt þar sem Oddur Þórarinsson varðist frækilega eins og segir í Sturlungu. Það er Helgi Hannesson sem segir frá bardaganum og fleiru sem tengist Geldingaholti kl 14.

Um kvöldið verður Ásbirningablótið í Kakalaskálanum hjá Sigurði Hansen í Kringlumýri og hefst það kl 20.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur erindi sitt, Hvað gerðist í raun og veru á Sturlungaöld? Frá atburði á kálfskinn - til nútíma.

Kvæðamannafélagið Gná mun kveða af sinni alkunnu snilld og bornar fram kræsingar að miðaldahætti frá Hótel Varmahlíð.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu er að finna á vefsíðu Sturlungaslóðar.

 

Sögudagur á Sturlungaslóð 2016.