Skip to main content

Fréttir

í fótspor Árna Magnússonar fær byr undir vængi

Katelin Parsons, sem leiðir verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar, er á leið til Kanada þar sem hún mun dvelja í mánuð. Þar mun hún meðal annars leita íslenskra handrita.

Verkefni Katelin felst að þessu sinni í að skoða byggða- og skjalasöfn í Íslendingabyggðum Saskatchewan-fylkis. Hún mun aka á milli smábæja sem eru henni reyndar ekki alls ókunnir því hún fæddist í Calgary í Kanada, er alin upp í Winnipeg og keyrði á hverju ári yfir sléttuna í gegnum Saskatchewan þegar hún var á leið í heimsókn til afa síns og ömmu sem bjuggu í Alberta. Eitt þorpanna sem Katelin heimsækir nefnist Mozart í höfuðið á tónskáldinu austurríska en þar heita allar götur eftir klassískum tónskáldum. Eitt handrit þaðan hefur þegar rekið á fjörur Katelin en það var skrifað af konu af íslenskum uppruna og inniheldur ævisöguleg skrif í bland við gömul íslensk kvæði sem konan lærði sem barn.

Fólk sem kann að búa yfir upplýsingum um íslenskt efni á þessum slóðum má gjarnan setja sig í samband við Katelin (katelin@hi.is).

 

Saskatchewan í Kanada.