Skip to main content

Fréttir

Þingkall: Ráðstefna um íslenskar fornbókmenntir í mars

Alþjóðleg ráðstefna: Time, Space and Narrative in Medieval Icelandic Literature 
Háskóli Íslands/Norræna húsið
17.-18. mars 2017
Þingkall

 

Auglýst er eftir tillögum að fyrirlestrum fyrir alþjóðlega ráðstefnu – „Time, Space and Narrative in Medieval Icelandic Literature“ – sem verður haldin 17.–18. mars 2017. Frestur til að skila inn tillögum á rafrænu formi er til og með 1. október 2016 en þær skal senda á netfangið tht@hi.is.

Ráðstefnan er lokaviðburður rannsóknarverkefnisins „Tími, rými og frásögn í Íslendingasögum“ sem Rannís styrkti um þriggja ára skeið. Að verkefninu stendur Torfi Tulinius ásamt Emily Lethbridge og Gísla Sigurðssyni. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Skráning hefst í haust. 

Nánari upplýsingar má finna í þingkallinu (sem má nálgast með því að smella hér) og einnig á vefsíðu verkefnissins