Skip to main content

Handritapistlar

Endurunnin kaþólsk messubók. KB Thott 154 fol.

Eitt fegursta íslenska nótnahandrit sem varðveist hefur er geymt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og á sér sérkennilega sögu. Upphaflega var þetta latnesk messubók, líklega rituð á Englandi á síðasta fjórðungi 14. aldar. Um aldamótin 1600 var bókin komin til Íslands en hún var vita gagnslaus í hugum lútherskra. Því var textinn skafinn upp og bókfellið notað á nýjan leik en lýsingarnar látnar ósnertar.

Römm er sú taug: Vinarbréf frá Austfjörðum

Handritapistlar fjalla yfirleitt um handrit í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þessi pistill snýst hins vegar um víðförult handrit sem hafði aðeins tímabundna viðdvöl í handritageymslunni í Árnagarði. Handritið er í eigu Íslenskudeildar Háskólans í Manitóba í Winnipeg en með því að fá það lánað til Íslands var hægt að búa til stafrænt afrit sem tryggir aðgengi fræðimanna að því óháð staðsetningu.

„Þá munu geitur hverfa og hár vaxa“: Læknisráð í AM 673 a II 4to

„Tak svínasaur og brenn í nýrri grýtu og blanda með því hinu súrasta víni og þvo höfuðið í fyrst, en síðan rýð það á. En ef þetta gerir oft, þá munu geitur hverfa og hár vaxa“ – er meðal fjórtán læknisráða sem óþekktur skrifari á fjórtándu öld hefur bætt inn í eitt elsta myndskreytta handritið sem varðveitt er í safni Árna Magnússonar á Íslandi.

Slagsmál á Alþingi AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,11

Meðal þess sem varðveitt er í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru fjölmörg fornbréf. Efni bréfanna er af ýmsum toga en oftar en ekki eru þau fremur stutt og formleg, greina frá jarðakaupum, kaupmálum, dómsmálum og erfðamálum eða staðfesta vitnisburð manna. Hér og hvar leynast bréf sem gefa aðeins meiri innsýn í breyskleika mannfólksins, til að mynda bréf um hjúskaparbrot, lausaleiksbörn, slagsmál og fleira. Eitt slíkra bréfa var skrifað um það bil árið 1520 og hefur safnmarkið AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,11.