Staða mannsins í heiminum er útfærð í athyglisverðri skýringarmynd í íslensku handriti frá um 1225–1250. Myndin sýnir hvernig himinn, jörð, náttúruöflin, maðurinn og eiginleikar hans tengjast saman í eina heild. Hana má finna á baksíðu sjötta blaðs í handritinu GKS 1812 4to. Textinn er á latínu þó að handritið sé íslenskt.