Bakgrunn siðbreytingarinnar á Íslandi er að finna í Danmörku en henni var komið á þar í landi eftir borgarastyrjöld árið 1536. Árið 1537 flúði erkibiskupinn í Niðarósi land og Kristján III. Danakonungur varð æðsti yfirmaður kirkjunnar í hinu gamla Noregsveldi.